fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Skelfileg tíðindi fyrir Norður-Kóreumenn – Efast um að þeir lifi veturinn af

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 06:05

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, flutti þjóð sinni nýlega þær skelfilegu fréttir að næstu fjögur árin verði þeir að búa sig undir að mun minni matur verði á borðum þeirra en fram að þessu og hafa þeir nú búið við þröng kjör síðustu árin og áratugina.

Radio Free Asia skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir þessum matvælaskorti er að Norður-Kórea lokaði landamærum sínum að Kína á síðasta ári og hætti viðskiptum við Kínverja í þeirri von að geta haldið kórónuveirufaraldrinum frá landinu.

Ekki er reiknað með að landamærin verði opnuð á nýjan leik fyrr en 2025. Óttast margir Norður-Kóreumenn að það verði einfaldlega of seint. Margir eru nú þegar í vafa um hvort þeim takist að lifa veturinn af.

Radio Free Asia hefur eftir ónafngreindum íbúa í Sinuiju að augljóst sé að neyðarástand ríki í landinu vegna matvælaskorts og að fólk þjáist. „Þegar yfirvöld segja fólki að það verði að fara sparlega með mat til 2025 . . . þá hlýtur mikil örvænting að grípa um sig,“ sagði íbúinn.

Sumir íbúar Sinuiju sögðu að staðan sé svo slæm núna að þeir viti ekki hvort þeir lifi veturinn af og segja að þessi tilkynning frá Kim Jong-un jafnist á við að biðja þá um að svelta í hel.

Sameinuðu þjóðirnar segja að um 40% Norður-Kóreumanna séu vannærðir og að á þessu ári vanti landið 860.000 tonn af mat til að geta brauðfætt þjóðina.

Hungur er ekki eina vandamálið sem landsmenn standa frammi fyrir því nær algjör skortur er á lyfjum og verð á þeim hefur hækkað eftir að þau hættu að berast frá Kína. Mannúðarsamtök geta ekki flutt lyf né mat til landsins vegna lokunnar landamæranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks