fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Húðflúr á Ötzi gæti verið svarið við eldgamalli ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 17:30

Eftirlíking af Ötzi á sýningu um hann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 30 árum fannst Ötzi í Ítölsku Ölpunum, helfrosinn í jökli. Það voru tveir þýskir ferðamenn sem fundu hann. Ötzi er líklegast þekktasta evrópska múmían en líkamsleifarnar eru um 5.300 ára gamlar. Nú telja vísindamenn hugsanlegt að húðflúr á Ötzi geti verið svarið við eldgamalli ráðgátu.

Það eru vísindamenn sem eru að rannsaka uppruna húðflúrs á fólki. Þeir vonast til að húðflúr á Ötzi geti varpað ljósi á uppruna húðflúra.

CNN segir að 61 húðflúr sé á líkama Ötzi sem geymdist vel í frosti i jöklinum. Allt frá því að Ötzi fannst hefur sérfræðinga greint á um tilgang húðflúranna á honum. Mörg þeirra virðast hafa verið teiknuð sem langar línur eftir baki hans, hnjám, úlnliðum og ökklum. Þetta eru svæði sem eldra fólk verkjar oft í.

Sumir vísindamenn telja að húðflúrin hafi verið meðhöndlun við verkjum. Þessi kenning þótti styrkjast þegar margvíslegar jurtir, sem eru þekktar fyrir lækningamátt, fundust nærri Ötzi.

Það eru einnig húðflúr á bringu Ötzi og telja sumir vísindamenn að þau geti tengst nálastungumeðferð, trúarathöfnum og trú.

CNN segir að vísindamenn telji að húðflúrin geti hafa haft djúpa menningarlega eða trúarlega þýðingu fyrir Ötzi og hans fólk. Þær hafi verið notaðar til að sýna tengsl við gamla menningu og trú en um leið verið merki nýrra tíma.

Húðflúr á líkamsleifum kvenna, sem fundist hafa í Egyptalandi, sýna að húðflúr hafa verið notuð síðan 2000 fyrir Krist.  Ef horft er til málaðra stytta af húðflúruðum konum þá má jafnvel ætla að þetta listform hafi verið notað síðan 4000 til 3500 fyrir Krist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum