fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Loftsteinn á stærð við Empire State bygginguna fer framhjá jörðinni í október

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 21:00

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu vikum munu nokkrir stórir loftsteinar þjóta framhjá jörðinni, þar á meðal einn sem er á stærð við Empire State bygginguna frægu í New York. Samkvæmt gögnum frá bandarísku geimferðastofnuninni munu nokkrir þessara loftsteina fara nokkuð nærri jörðinni okkar en sem betur fer þýðir „nokkuð nærri“ ansi fjarri þegar vegalengdir í geimnum eru hafðar í huga.

Þessir loftsteinar munu því ekki valda neinum vandræðum hér á jörðinni. Independent skýrir frá þessu. Reiknað er með að loftsteinninn 2004 UE muni þjóta framhjá okkur þann 13. nóvember í rúmlega fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð. Loftsteinninn er á stærð við Empire State bygginguna.

ABC News hefur eftir Paul Chodas, hjá NASA, að í stjarnfræðilegum skilningi komi þessir loftsteinar ansi nærri jörðinni en á mælikvarða okkar mannanna séu þetta samt sem áður milljónir kílómetra.

Hann sagði að líkurnar á að risastór loftsteinn lendi í árekstri við jörðina séu mjög litlar. Það séu mjög fáir miðlungs- eða mjög stórir loftsteinar sem komi nærri jörðinni og mjög fáir stórir loftsteinar komi nærri henni. Sá stærsti er um 10 kílómetrar í þvermál að hans sögn en aðeins séu einn eða tveir loftsteinar af þessari stærð sem vitað er um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Í gær

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja