fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Óbólusettar barnshafandi konur eru um fimmtungur veikustu COVID-19 sjúklinganna á Englandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 06:59

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fimmtungur veikustu COVID-19 sjúklinganna á Englandi síðustu mánuði voru óbólusettar barnshafandi konur. Þetta sýna tölur frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, sem hvetur barnshafandi konur til að láta bólusetja sig.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að tölur sem ná frá 1. júlí til 30. september sýni að 17% þeirra COVID-19 sjúklinga sem þurftu að vera í öndunarvél voru óbólusettar barnshafandi konur.

Barnshafandi konur voru 32% af öllum konum á aldrinum 16 til 49 ára sem þurftu á svokallaðri ECMO-aðstoð að halda. Henni er beitt þegar lungu sjúklinga eru svo sködduð að öndunarvél nær ekki að tryggja nauðsynlegt súrefnisflæði.

Jacqueline Dunkley-Bent, yfirljósmóðir landlæknisembættisins, segir að tölurnar séu „þörf áminning um að bólusetning gegn COVID-19 geti haldið þér, barni þínu og ástvinum þínum öruggum og fjarri sjúkrahúsum“.

The National Childbirth Trust segir að tölurnar sýni svart á hvítu að þessi viðkvæmi hópur hafi ekki fengið næga athygli þegar slakað var á sóttvarnaráðstöfunum.

Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að ekkert hafi komið fram sem bendi til að bóluefni séu hættuleg fyrir ófædd börn. Sky News hefur eftir Jo Mountfield, varaformanni samtaka fæðingar- og kvensjúkdómalækna, að „sífellt fleiri gögn segi okkur að bólusetning feli ekki í sér aukna áhættu á fósturmissi, feli ekki í sér aukna áhættu á andvana fæðingu og feli ekki í sér aukna áhættu á fæðingu fyrir tímann“. Á hinn bóginn sýni tölur að að það séu miklar líkur á alvarlegum COVID-19 veikindum ef barnshafandi konur veikjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega