fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Neitar að hafa myrt 8 nýbura og að hafa reynt að myrða 10 til viðbótar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 20:30

Lucy Letby. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luce Letby, 31 árs hjúkrunarfræðingur, kom fyrir rétt í Manchester á mánudaginn þar sem mál ákæruvaldsins gegn henni var þingfest. Hún er ákærð fyrir að hafa í starfi sínu á fyrirburadeild Countess of Chester sjúkrahússins myrt 8 nýbura og reynt að myrða 10 til viðbótar.

Notast var við fjarfundabúnað en Letby er í gæsluvarðhaldi í HMP Peterborough fangelsinu. Ákæran er í 18 liðum, einn liður fyrir hvert morð eða morðtilraun. 18 sinnum sagðist Letby vera saklaus.

Sky News segir að hún sé talin hafa myrt fimm drengi og þrjár stúlkur. Að auki er hún grunuð um að hafa reynt að myrða fimm drengi og fimm stúlkur. Þetta gerðist á tímabilinu frá júní 2015 fram í júní 2016.

Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í október á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi