fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Dularfullt mál skekur Grænland – Beðið um aðstoð frá Danmörku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 06:58

Grænlenska lögreglan rannsakar málið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 20.30 á laugardaginn barst lögreglunni í Illulissat tilkynning um óeðlilegan hlut í sorpbrennslu bæjarins. Rannsókn hófst strax og seinnipartinn í gær var skýrt frá því að hluti af mannslíki hefði fundist í sorpbrennslunni. Lögreglan telur að að um morð hafi verið að ræða.

Sermitsiaq.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi sent frá sér fréttatilkynningu í gær vegna málsins. Í henni komi fram að lögreglan geti ekki útilokað að um morð hafi verið að ræða og að málið sé rannsakað sem slíkt.

Lögreglan var enn á vettvangi í gærkvöldi og umfangsmiklar tæknirannsóknir fóru fram. Ekki er enn vitað hvort um karl eða konu en lögreglan segir ljóst að ekki sé um barn að ræða.

Grænlenska lögreglan segir að ekki hafi verið tilkynnt nýlega um horfið fólk og biður því fólk um að hafa samband ef það veit um einhvern sem ekki hefur heyrst til í eina viku eða meira.

Illulissat er í vesturhluta landsins og hefur lögreglan þar fengið aðstoð lögreglunnar í Nuuk við rannsókn málsins en mörg hundruð kílómetrar eru á milli bæjanna. Einnig hefur verið beðið um aðstoð frá dönsku ríkislögreglunni og dönskum réttarmeinafræðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað