fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Trump sagður hafa verið öskureiður og kallað Melaniu inn á skrifstofu sína í Hvíta húsinu og öskrað á hana – „Hvern fjandann voru þið að hugsa?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. október 2021 06:00

Forsetinn er sagður hafa verið öskureiður. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan Donald Trump var við völd í Hvíta húsinu höfðu starfsmenn Secret Service, sem sér um öryggisgæslu forsetans, forsetafrúarinnar og annarra valdamanna, sérstakt gælunafn fyrir Melaniu Trump, forsetafrú.

Þetta segir í nýrri bók Stephanie Grisham, sem starfaði fyrir bæði Donald og Melaniu á meðan þau bjuggu í Hvíta húsinu. Bókin heitir „I‘ll Take Your Questions Now“. Washington Post hefur komist yfir eintak af henni og birti smá útdrátt úr henni.

Grisham segir að starfsmenn Secret Service hafi kallað Melania „Rapunzel“ sem er tilvísun í Rapunzel í ævintýrum Grimms bræðranna  þar sem Rapunzel var lengi vel lokuð inni í turni en Melania var ekki mikið fyrir að yfirgefa Hvíta húsið og hélt sig mest heima við í forsetatíð eiginmannsins.

Grisham segir einnig að margir starfsmenn Secret Service hafi sóst sérstaklega eftir að vera í teyminu sem sá um öryggismál Melania því þá gátu þeir eytt meiri tíma með fjölskyldum sínum.

En það er einnig eitt og annað áhugavert sem kemur fram í bókinni. Grisham segir að forsetinn hafi reiðst mjög þegar Melania heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn við landamærin Texas og Mexíkó. Þá var hún í jakka sem á stóð „I Really Don‘t Care, Do U“ (Mér stendur eiginlega á sama, en þér?). Þessi texti vakti mikla athygli. Grisham segir að Melania hafi verið reið yfir þeirri stöðu sem var komin upp vegna stefnu eiginmanns hennar í málefnum innflytjenda og hún hafi viljað skoða stöðuna með eigin augum. Hún segir að það sé þó enn hulin ráðgáta af hverju Melania ákvað að vera í umræddum jakka þegar hún heimsótti flóttamannabúðirnar. Þegar hún og Grisham komu aftur í Hvíta húsi beið starfsmaður þeirra og sagði að forsetinn vildi hitta Melaniu strax á skrifstofu sinni. Grisham segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem forsetinn lét kalla Melaniu inn á skrifstofu til sín.

Þegar þangað var komið var forsetinn allt annað en sáttur og öskraði á þær og spurði: „Hvern fjandann voruð þið að hugsa?“

Hún segir að forsetinn hafi síðan fundið lausn á þessu og skrifað á Twitter að textanum á jakkanum hafi verið beint að „Fake News Media“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt