fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mike Pence vill ekki að Donald Trump verði vikið úr embætti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 08:25

Donald Trump, forseti, og Mike Pence, varaforseti, fyrir aftan hann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er mótfallinn því að 25. viðauki stjórnarskrárinnar verði virkjaður en samkvæmt honum er hægt að víkja Donald Trump úr embætti forseta. Varaforsetinn getur virkjað ákvæðið en það vill Pence ekki gera. Samkvæmt ákvæðinu þá geta varaforsetinn og meirihluti ríkisstjórnarinnar vikið forsetanum úr embætti tímabundið. Ef varaforsetinn á síðan að geta gegnt forsetaembættinu út kjörtímabilið þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna í báðum deildum að styðja það.

Business Insider og The New York Times hafa þetta eftir ráðgjafa Pence. The New York Times segir að þessi afstaða Pence njóti stuðnings margra í ríkisstjórn Trump. Pence hefur enn ekki tjáð sig opinberlega um málið.

Valdamestu Demókratarnir í Washington D.C. og margir Repúblikanar hafa hvatt Pence til að virkja ákvæðið til að hægt sé að losna strax við Trump úr embætti. Meðal þeirra er Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni. Hún sagði í gær að hún vænti skjótra viðbragða frá Pence. Hún sagði jafnframt að ekki sé útilokað að fulltrúadeildin höfði aftur mál á hendur Trump til embættismissis.

Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikana, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, hafa hvatt Pence til að virkja viðaukann til að koma Trump úr embætti strax.

Pelosi og Schumer sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í gærkvöldi þar sem þau sögðust hafa reynt að ná sambandi við Pence til að fá hann til að virkja ákvæðið en ekki hafi tekist að ná sambandi við hann. „Hættulegar uppreisnaraðgerðir forsetans gera að verkum að nauðsynlegt er að víkja honum strax úr embætti,“ segir í tilkynningu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“