fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Pressan

Bóluefnin eru ekki trygging fyrir að fólk fái ekki kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 20:30

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefnum gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, hefur verið lýst sem vendipunkti í baráttunni við heimsfaraldurinn. En það að fá bólusetningu er ekki trygging fyrir að fólk smitist ekki af veirunni.

Nú þegar er byrjað að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer og BioNTech hér á landi og stutt er í að byrjað verði að bólusetja með bóluefni frá Moderna. Virkni beggja bóluefnanna er um 95% sem er mjög gott að sögn sérfræðinga. En þótt allir láti bólusetja sig kemur það ekki í veg fyrir að fólk smitist.

Þetta sagði Morten Andersen, lyfjafræðingur og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, í samtali við Ekstra Bladet. „Að bóluefni hafi 95% virkni þýðir að maður dregur úr COVID-19-tilfellum um 95% miðað við fjöldann sem vænta má,“ sagði hann.

Í þróun bóluefnisins frá Pfizer tóku 36.000 manns þátt. Helmingurinn fékk bóluefnið og helmingurinn lyfleysu. Af þeim sem fengu lyfleysu fengu 162 einkenni COVID-19 á tilraunatímanum. Af þeim sem fengu bóluefnið fengu 8 einkenni COVID-19. Þetta svarar til þess að af þeim sem fengu bóluefnið smituðust 95% færri en af þeim sem fengu lyfleysu. Út frá þessu eru áhrif bóluefnisins reiknuð.

Hann sagði jafnframt að bóluefni geti ekki verið 100% virk, það er komið í veg fyrir öll smit. Það sama kemur fram á upplýsingasíðu ESB um bóluefni og bólusetningar.

Ýmsir þættir geta haft áhrif á hversu vel bóluefni virka á hvern og einn. Andersen sagði að til dæmis geti aldur viðkomandi skipt máli og ónæmiskerfi hvers og eins geti einnig haft áhrif. Eldra fólk bregðist síður við bóluefni og því megi vænta þess að bóluefni hafi minni virkni á eldra fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Í gær

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky