fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Háttsettir Repúblikanar hafa fengið nóg af Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 06:29

Háttsettir Repúblikanar hafa fengið sig fullsadda af honum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið í gær hafa margir Repúblikanar snúist gegn Donald Trump, forseta. Einn þeirra er Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, sem hefur verið tryggur og trúr stuðningsmaður Trump síðustu árin. Hann hefur nú fengið nóg af Trump og hefur snúið við honum baki.

Trump og ég höfum átt samleið. Mér finnst leitt að þetta skuli enda svona. En eftir daginn í dag er það eina sem ég get sagt að ég er hættur. Nú er nóg komið,“ hefur NBC News eftir honum. Hann sagðist einnig styðja úrslit forsetakosninganna í nóvember að fullu. „Joe Biden og Kamala Harris eru löglega kjörin,“ sagði hann.

Graham er ekki eini Repúblikaninn sem styður Trump ekki lengur. Phil Scott, ríkisstjóri í Vermont, sagði í gær að víkja eigi Trump úr embætti vegna þáttar hans í óeirðunum. „Hornsteinninn í lýðræðinu okkar og grundvallaratriði lýðveldisins okkar eru í hættu vegna forsetans. Nú er nóg komið. Trump verður að draga sig í hlé eða verða vikið úr embætti af eigin ríkisstjórn eða þinginu,“ skrifaði hann á Twitter.

Margir Demókratar krefjast þess einnig að Trump hverfi úr embætti. Meðal þeirra er Ilhan Omar, þingkona í fulltrúadeildinni, sem er byrjuð að undirbúa nýja málshöfðun á hendur Trump til embættismissis. „Fulltrúadeildin á að draga Donald J. Trump fyrir ríkisrétt og öldungadeildin á að svipta hann embætti. Við getum ekki leyft honum að sitja áfram. Þetta er spurning um að vernda lýðveldið okkar,“ skrifaði Omar í gærkvöldi. Tæpt ár er síðan meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni sýknaði Trump af ákæru fulltrúadeildarinnar til embættismissis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá