fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Náinn vinur Melania Trump segir breytinga að vænta hjá henni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 06:55

Melania er mjög ósátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er Jill Biden forsetafrú í Bandaríkjunum og Melania Trump er flutt til Flórída með eiginmanni sínum, Donald Trump. Nú gæti orðið bið á því að Melania láti sjá sig í sviðsljósinu á nýjan leik.

Þetta sagði R. Couri Hay, rithöfundur og náinn vinur Melania, í samtali við The Times. Hann sagði að hún muni nú draga sig í hlé, að minnsta kosti um stundarsakir. „Melania hverfur. Það verða engar færslur á Instagram eða Twitter. Þú munt ekki sjá hana,“ sagði hann.

Hann sagði að hún muni nú einbeita sér að uppeldi sonar síns, Barron Trump sem er 14 ára, í Flórída. Hún hafi sjálf afrekað það sem hún vildi afreka í lífinu.

Melania er ekki pólitískur aðgerðasinni. Hún er frekar félagslegur aðgerðasinni. Þegar hún giftist Donald Trump náði hún toppnum,“ sagði hann.

Orðrómar hafa verið um að Melania og Donald hyggist skilja en Hay sagðist ekki telja það eiga við rök að styðjast. „Það er bara kjaftæði,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni