fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ók á fjölda vegfarenda í Portland

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 05:44

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er í haldi lögreglunnar í Portland í Oregon í Bandaríkjunum eftir að hann ók bifreið á fjölda fólks í gærkvöldi að staðartíma. Einn lést og fimm slösuðust alvarlega.

CNN segir að hinir slösuðu hafi allir verið lagðir inn á sjúkrahús. Að auki slösuðust margir til viðbótar lítils háttar en þurftu ekki að leggjast inn á sjúkrahús.

Vettvangurinn náði yfir margar götur, bæði gangstéttir og akbrautir. Hringingum rigndi inn til neyðarlínunnar þegar atburðarásin hófst.

Ökumaðurinn hélt áfram að aka á fólk allt þar til að bifreið hans, Honda Element, var orðin svo skemmd að ekki var hægt að aka henni lengra. Þá reyndi hann að hlaupa á brott en talsmaður lögreglunnar sagði að vitni hafi þá eiginlega króað hann af og haldið honum þar, þar til lögreglan kom og handtók hann.

Lögreglan hefur ekki veitt neinar upplýsingar um hver hinn handtekni er eða af hverju hann ók á fólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið