fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Ók á fjölda vegfarenda í Portland

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 05:44

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er í haldi lögreglunnar í Portland í Oregon í Bandaríkjunum eftir að hann ók bifreið á fjölda fólks í gærkvöldi að staðartíma. Einn lést og fimm slösuðust alvarlega.

CNN segir að hinir slösuðu hafi allir verið lagðir inn á sjúkrahús. Að auki slösuðust margir til viðbótar lítils háttar en þurftu ekki að leggjast inn á sjúkrahús.

Vettvangurinn náði yfir margar götur, bæði gangstéttir og akbrautir. Hringingum rigndi inn til neyðarlínunnar þegar atburðarásin hófst.

Ökumaðurinn hélt áfram að aka á fólk allt þar til að bifreið hans, Honda Element, var orðin svo skemmd að ekki var hægt að aka henni lengra. Þá reyndi hann að hlaupa á brott en talsmaður lögreglunnar sagði að vitni hafi þá eiginlega króað hann af og haldið honum þar, þar til lögreglan kom og handtók hann.

Lögreglan hefur ekki veitt neinar upplýsingar um hver hinn handtekni er eða af hverju hann ók á fólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest