fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Dönsk sjúkrahús búa sig undir þriðju bylgju heimsfaraldursins – „Það er algjörlega ófyrirsjáanlegt hvað mun gerast“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 14:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk sjúkrahús eru nú byrjuð að undirbúa sig undir þriðju bylgju kórónuveirunnar. Þess er vænst að hún skelli á um miðjan febrúar og að uppistaðan í henni verði hið bráðsmitandi B117 afbrigði, stundum nefnt enska afbrigðið, en það er allt að 70% meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar.

Berlingske skýrir frá þessu. „Það er algjörlega ófyrirsjáanlegt hvað mun gerast en við vitum að í versta falli getur innlögnum fjölgað gríðarlega. Af þeim sökum verðum við að vera með mikinn viðbúnað sem við getum virkjað með litlum fyrirvara,“ hefur blaðið eftir Finn Rønholt yfirlækni á lyflækningadeild Herlev-Gentofte sjúkrahússins.

Mikið er horft til Írlands og reynslunnar sem þar hefur fengist eftir að smitum fjölgaði gríðarlega eftir að B117 afbrigðið fór að breiðast hratt út. Það orsakaði mikið álag á sjúkrahúsin enda fjölgaði smituðu fólki mikið.

Rønholt sagðist ekki verða hissa ef fjöldi smita í febrúar verður á borð við það sem hann var fyrir jól en taldi að sjúkrahúsin séu undir það búin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn