fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Dönsk sjúkrahús búa sig undir þriðju bylgju heimsfaraldursins – „Það er algjörlega ófyrirsjáanlegt hvað mun gerast“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 14:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk sjúkrahús eru nú byrjuð að undirbúa sig undir þriðju bylgju kórónuveirunnar. Þess er vænst að hún skelli á um miðjan febrúar og að uppistaðan í henni verði hið bráðsmitandi B117 afbrigði, stundum nefnt enska afbrigðið, en það er allt að 70% meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar.

Berlingske skýrir frá þessu. „Það er algjörlega ófyrirsjáanlegt hvað mun gerast en við vitum að í versta falli getur innlögnum fjölgað gríðarlega. Af þeim sökum verðum við að vera með mikinn viðbúnað sem við getum virkjað með litlum fyrirvara,“ hefur blaðið eftir Finn Rønholt yfirlækni á lyflækningadeild Herlev-Gentofte sjúkrahússins.

Mikið er horft til Írlands og reynslunnar sem þar hefur fengist eftir að smitum fjölgaði gríðarlega eftir að B117 afbrigðið fór að breiðast hratt út. Það orsakaði mikið álag á sjúkrahúsin enda fjölgaði smituðu fólki mikið.

Rønholt sagðist ekki verða hissa ef fjöldi smita í febrúar verður á borð við það sem hann var fyrir jól en taldi að sjúkrahúsin séu undir það búin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest