fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Pressan

Hrottalegt heimilisofbeldismál – Hélt sig í rúminu í 4 ár til að forðast ofbeldið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 05:25

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sjötugsaldri var nýlega dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi af dómstól í Glåmdal í Noregi. Hann var fundinn sekur um að hafa beitt sambýliskonu sína ofbeldi í 14 ár og að hafa ekki útvegað henni nauðsynlega aðstoð þegar hún lá alvarlega slösuð í íbúð þeirra í rúmlega sólarhring.

„Þetta er alvarlegt mál. Skjólstæðingur minn er ánægð með að frásögn hennar um hvað hún þurfti að þola í langan tíma var trúað. Við erum sáttar við dóminn,“ hefur Norska ríkisútvarpið (NRK) eftir Siri Brænden, lögmanni konunnar.

Málið hófst í júní á síðasta ári þegar konan var lögð inn á sjúkrahús í Kongsvinger með alvarlega áverka. Á grunni upplýsinga frá sjúkrahúsinu grunaði lögregluna að sambýlismaður konunnar hefði veitt henni áverkana. Maðurinn var handtekinn á heimili þeirra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Í dómsniðurstöðu kemur fram að dómstóllinn telur að maðurinn hafi beitt konuna kerfisbundnu ofbeldi allan þann tíma sem þau bjuggu saman. „Það var ófyrirsjáanlegt hvenær ofbeldið myndi eiga sér stað. Konan var því hrædd við að segja eða gera eitthvað rangt. Síðustu fjögur árin valdi hún að segja sífellt minna og vera sem mest í rúminu. Hún á erfitt með gang í dag,“ segir meðal annars í dómsorði.

Samkvæmt skrám lögreglunnar voru mörg mál tengd áfengisneyslu og deilum tengd parinu. Læknaskýrslur sýndu að konan hafði margoft þurft að leita til læknis. Töldu læknar að áverkarnir gætu verið eftir heimilisofbeldi, konan var oft með sár, marbletti og jafnvel heilahristing. Þetta skýrði hún oft með að hún hefði dottið.

Fjölskylda og vinir konunnar sögðu fyrir dómi að maðurinn hefði verið mjög stjórnsamur og að konan hefði ekki einu sinni mátt ræða við son sinn án þess að maðurinn væri viðstaddur.

Fyrir dómi var framburður mannsins á aðra leið. Hann sagðist vera umhyggjusamur og hafi árum saman annast veika sambýliskonu sína og sagðist hann ekki telja að hann glímdi við áfengisvandamál. Ekki var tekið mark á þessum framburði og rökstuddi dómurinn það með að lögregluskýrslu segðu annað sem og vitni.

Auk fangelsisdómsins þarf maðurinn að greiða konunni 150.000 norskar krónur í skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 4 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu