fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Bóluefnið frá Moderna veitir ónæmi í eitt ár hið minnsta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 06:49

Höfuðstöðvar Moderna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag koma fyrstu skammtarnir af bóluefninu frá Moderna til landsins en um 1.200 skammta er að ræða. Þeir verða notaðir til að ljúka við bólusetningu framlínustarfsmanna. Í gær sögðu fulltrúar fyrirtækisins að bóluefni þess veiti ónæmi gegn kórónuveirunni í 12 mánuði hið minnsta.

Þetta kom fram á stórri heilbrigðisráðstefnu. Þetta byggir fyrirtækið á þeim gögnum sem nú þegar eru fyrir hendi um bóluefni fyrirtækisins. Á ráðstefnunni kom einnig fram að fyrirtækið hafi trú á að sú tækni sem bóluefnið var þróuð með henti vel til að takast á við stökkbreytta afbrigðið sem uppgötvaðist á Bretlandi og hefur verið nefnt „enska afbrigðið“ en það er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.

Bóluefni Moderna byggir á mRNA sem er ný tækni en Pfizer og BioNTech notuðu þessa sömu tækni við þróun bóluefnis fyrirtækjanna sem kom á markað fyrir nokkrum vikum. Með þessari tækni er hægt að þróa bóluefni hraðar en hefðbundin bóluefni og einnig ætti að vera tiltölulega einfalt að aðlaga mRNA-bóluefni að stökkbreyttum afbrigðum veirunnar.

Í desember tilkynnti Moderna að fyrirtækið muni gera rannsóknir til að tryggja að bóluefnið virki gegn öllum afbrigðum veirunnar.

Fyrirtækið væntir þess að afhenda á milli 600 og 1.000 milljónir skammta af bóluefninu á árinu. Þetta sagði Stéphane Bancel, forstjóri þess, á ráðstefnunni í gær.

Áður hefur komið fram að bóluefnið frá Moderna veiti 94% vernd gegn kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós