fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ættingjar þeirra sem létust fjármagna nýja rannsókn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 06:59

Estonia. Mynd:Pierre Vauthey/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 28. september 1994 fórst ferjan Estonia þegar hún var á leið frá Tallin í Eistlandi til Stokkhólms. 852 fórust með ferjunni en 147 lifðu slysið af. Það er enn ráðgáta hvað varð til þess að ferjan fórst. Nú hefur verið ákveðið að senda nýjan rannsóknarleiðangur af stað til að rannsaka flak skipsins og þá aðallega gat á skrokki þess en það uppgötvaðist á síðasta ári.

Það eru ættingjar þeirra sem fórust sem fjármagna rannsóknina. Mjög slæmt veður var þegar ferjan fórst, ölduhæðin var 4 til 6 metrar. Varð það til að afturhleri ferjunnar rifnaði af. Rannsóknarnefnd komst síðar að þeirri niðurstöðu að ferjan hefði farist vegna þess að hlerinn rifnaði af.

En margir hafa undrast hvernig getur staðið á því að ferjan sökk á tæpri klukkustund. Þeir sem lifðu slysið af og ættingjar hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að ítarleg rannsókn verði gerð á slysinu.

Rannsóknarskipið Sentinel er nú á leið frá Hollandi til finnsku eyjunnar Uto, sem er nærri þeim stað þar sem flak Estonia er, til rannsóknar á flakinu. Aðalmarkmiðið er að rannsaka 4,1,2 metra gat sem fannst á skrokknum á síðasta ári. Þess er ekki getið í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau