fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Deltaafbrigðið eykur líkurnar á sjúkrahúsinnlögn um 200% hjá óbólusettum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 06:59

Deltaafbrigði kórónuveirunnar er bráðsmitandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar danskrar rannsóknar þá eykur smit með Deltaafbrigði kórónuveirunnar líkurnar á því að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús um 200% hjá þeim sem eru ekki bólusettir.

Það voru danska smitsjúkdómastofnunin, Statens Serum Institut, og Álaborgarháskóli sem stóðu að rannsókninni. Skýrt er frá henni á heimasíðu Statens Serum Institut.

Fram kemur að líkurnar á að óbólusettir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits séu 201% meiri ef þeir eru smitaðir af Deltaafbrigðinu en ef þeir eru smitaðir af Alfaafbrigðinu.

Deltaafbrigðið, sem uppgötvaðist fyrst á Indlandi í desember á síðasta ári, er það afbrigði kórónuveirunnar sem ræður lögum og lofum í Danmörku en nær öll smit sem greinast eru af völdum Deltaafbrigðisins. Áður var það Alfaafbrigðið, áður þekkt sem breska afbrigðið, sem réði ríkjum.

Rannsóknin hefur verið birt í læknaritinu The Lancet.

Á heimasíðu Statens Serum Institut kemur fram að erlendar rannsóknir hafi sýnt svipaðar niðurstöður. Samkvæmt breskri rannsókn eru líkurnar á sjúkrahúsinnlögn óbólusettra 132% meiri ef þeir smitast af Deltaafbrigðinu og kanadísk rannsókn sýndi 108% meiri líkur. Niðurstöður norskrar rannsóknar voru á hinn bóginn að ekki væru meiri líkur á að óbólusettir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús ef þeir smitast af Deltaafbrigðinu.

Tyra Grove Krause, fagstjóri hjá Statens Serum Institut, segir að niðurstöðurnar sýni mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Í gær

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér