fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Fundu líkamsleifar Eddie í tveimur olíutunnum – Tveir Svíar ákærðir fyrir morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 06:08

Það er úran í tunnunum umræddu.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir réttarhöld í Danmörku yfir tveimur Svíum sem eru ákærðir fyrir að hafa myrt hinn 39 ára gamla Eddie Karl-Johan Christensen í maí á síðasta ári. Lögreglan telur að hann hafi verið skotinn og brenndur á báli á sveitabýli norðan við Frederikshavn á Jótlandi.

Svíarnir neita sök. Annar þeirra, 46 ára, viðurkennir að hafa umgengist lík á ósæmilegan hátt. Hinn maðurinn, 53 ára, neitar sök. Hann á sveitabýlið þar sem morðið var framið.

Lögreglunni var tilkynnt um hvarf Eddie þann 11. maí 2020. Hann bjó í hjólhýsi nærri sveitabýli Svíans. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að blóðblettir voru framan við hjólhýsið og beindist grunur hennar fljótlega að eiganda sveitabýlisins. Hann á einnig fasteign í Frederikshavn. Þegar lögreglan framkvæmdi húsleit þar fann hún tvær olíutunnur sem stóðu á bretti og var búið að pakka þeim inn í plast. Í þeim var aska, múrsteinar, naglar og mannabein sem rannsókn leiddi í ljós að voru úr Eddie.

Heima hjá eiganda sveitabýlisins fann lögreglan ýmis skotvopn sem voru að sögn lögreglunnar notuð til að skjóta Eddie og hund hans en hann fannst grafinn í skurði nærri hjólhýsinu.

Saksóknari sagði fyrir dómi í byrjun vikunnar að ekki hafi reynst unnt að skera úr um hvort Eddie hafi verið skotinn til bana eða hvort hann hafi verið lifandi þegar hann var brenndur.

Reiknað er með að dómur í málinu verði kveðinn upp í byrjun október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Í gær

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum