fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

TikTok-notendur gerðu heimasíðu andstæðinga fóstureyðinga óvirka

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 06:59

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-notendur gerðu heimasíðuna prolifewhistleblower.com óvirka nýlega með því að senda svo mikið af fölskum ábendingum inn að síðan hrundi.

Það eru samtökin Texas Right to Life sem standa að baki síðunni en markmiðið með henni er að framfylgja nýrri fóstureyðingalöggjöf í ríkinu en hún er mjög ströng. Samkvæmt henni eru fóstureyðingar óheimilar eftir sjöttu viku meðgöngu. Síðan var sett á laggirnar til að fólk gæti sent inn ábendingar um hugsanleg brot á löggjöfinni.

En TikTok-notendur tóku sig saman og kaffærðu síðuna í „ábendingum“. Meðal þeirra voru allt handritið að teiknimyndinni Bee Movie, klámmyndir af Shrek og niðrandi skilaboð um ríkisstjórann Greg Abbott.

Að auki lögðu notendur samfélagsmiðilsins Reddit þessari árás lið. Meðal ábendinga sem voru sendar inn var að Greg Abbott hefði brotið lögin, að persónur úr ofurhetjumyndum Marvel vildu fara í fóstureyðingu og handritin að Twilightmyndunum voru send inn. NBC News og New York Times skýra frá þessu.

Á TikTok hvöttu ungmenni hvert annað til að senda inn falskar ábendingar og margir kóðar, sem gera notendum kleift að senda ábendingar á einfaldan hátt, voru birtir.

Á Twitter hófst herferð gegn GoDaddy sem hýsti heimasíðuna prolifewhistleblower.com og hafði selt umrætt lén. Herferðin gekk út á að heimasíðan bryti gegn reglum GoDaddy um að viðskiptavinir megi ekki safna upplýsingum um fólk sem hefur ekki veitt skriflegt samþykki fyrir því.

Þetta virkaði fljótt og á fimmtudaginn höfðu forsvarsmenn GoDaddy samband við forsvarsmenn Texas Right to Life og gáfu þeim sólarhring til að finna annað fyrirtæki til að sjá um hýsingu heimasíðunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar