fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Skýjakljúfur í San Francisco sígur niður í jörðina og hallar – Ekki vitað hvað veldur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. september 2021 20:00

Millennium Tower sígur hægt og rólega. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýjakljúfurinn The Millennium Tower í San Francisco sígur hægt og bítandi niður í jörðina og hallar sífellt meira. Byggingin er 58 hæðir og í henni eru aðallega lúxusíbúðir sem kosta drjúgan skilding. Fyrir nokkrum árum byrjaði byggingin að síga og halla og hefur nú sigið tæpan hálfan metra. Ekki er vitað hvað veldur þessu.

CBS San Francisco segir að samningur hafi verið gerður um að styrkja undirstöður byggingarinnar og er kostnaðurinn við verkið áætlaður um 100 milljónir dollara. Til að styrkja undirstöðurnar á að nota stuðningsbjálka og hófst vinnan í maí á þessu ári. En nú hefur hún verið stöðvuð í bili að minnsta kosti. Ástæðan er að eftir að framkvæmdirnar hófust fór byggingin að síga enn hraðar en áður en heldur hafði hægt á siginu síðustu fimm árin.

Nú verður hafist handa við að reyna að komast að af hverju byggingin er enn að síga. Yfirvöld segja að húsið hafi sigið um að minnsta kosti 43 sm og halli um 35 sm. Engar fyrirætlanir eru uppi um að rýma húsið og því geta íbúarnir í lúxusíbúðunum haldið áfram að búa í hallandi og sígandi húsi.

Svona lítur þetta út við Millennium Tower þessa dagana. Mynd:EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“