fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Sendi skilaboð og síðan náðist ekki samband við hana – Nú er leitinni lokið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 21:30

Tatum Morell. Mynd:ARBON COUNTY SHERIFF'S OFFICE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tatum Morell var þaulvanur göngugarpur og fjallagöngukona. Í byrjun júlí hugðist hún klífa fimm tinda í Beartooth Mountains í Montana í Bandaríkjunum. Að kvöldi dagsins sem hún kom á svæðið sendi hún móður sinni skilaboð. Það voru síðustu skilaboðin frá henni.

People skýrir frá þessu. Fram kemur að Morell, sem var 23 ára, hafi yfirgefið tjaldið sitt næsta morgun til að takast á við verkefni sitt.

En engum tókst að ná sambandi við hana og mikil leit hófst en hún bar engan árangur og vikur liðu og ekkert spurðist til hennar.

Á laugardaginn fann göngufólk lík hennar eftir að það hafði tekið eftir fjallgöngubúnaði sem lá innan um steina. Þegar göngufólkið skoðaði þetta nánar sá það lík Morell undir steinum.

Björgunarfólk telur að hún hafi verið að klífa Whitehall Peak þegar hún lenti í stórri skriðu og beið bana.

Leitað hafði verið á svæðinu en að sögn björgunarmanna var mjög erfitt að finna líkið því það var næstum algjörlega grafið undir steinum.

Á sunnudaginn tókst að ná líki hennar undan steinunum og flytja það til byggða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið