fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Talibanar segja Bandaríkin bera ábyrgð á ringulreiðinni við flugvöllinn í Kabúl

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 07:21

Fjöldi fólks safnaðist saman við flugvöllinn á meðan möguleiki var á að komast úr landi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar komu í gær á reglu í öngþveitinu fyrir utan flugvöllinn í Kabúl. Þeir fengu fólk til að fara í röð og halda henni með því að berja það með prikum og skjóta upp í loftið. Þeir segja að ástandið við flugvöllinn sé algjörlega á ábyrgð Bandaríkjamanna.

Talibanar hafa nú haft Kabúl á sínu valdi í um viku en Bandaríkjamenn hafa alþjóðaflugvöll borgarinnar á sínu valdi.

„Bandaríkin, með styrk sinn og búnað, hafa ekki getað komið á reglu við flugvöllinn. Það er friður um allt land nema á flugvellinum í Kabúl,“ sagði Amir Khan Mutaqi, talsmaður Talibana.

Reuters hafði eftir ónafngreindum heimildarmanni hjá NATO í gær að minnst 20 hafi látist í og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Ekki er vitað hvað varð öllum að bana en vitað er að nokkrir tróðust eða krömdust til bana í mannþrönginni.

Fólk streymdi enn til flugvallarins í gær í von um að komast úr landi.

Talibanar komu upp röðum við flugvöllinn í gær með því að skjóta upp í loftið og berja fólk með prikum að sögn sjónarvotta. „Þetta hefur flýtt ferlinu,“ sagði James Heappey, varnarmálaráðherra Bretlands, í samtali við BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks