fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Sífellt fleiri dönsk börn smitast af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deltaafbrigði kórónuveirunnar veldur því að börn smitast auðveldar en áður og merki þess sjást í nýjustu tölum danskra heilbrigðisyfirvalda yfir smit í Danmörku. Nú eru börn og ungmenni, yngri en 19 ára, um 41% smitaðra.

Ekstra Bladet hefur eftir Viggo Andreasen, lektor í stærðfræðilegri faraldsfræði við Hróarskelduháskóla, að þetta sé vegna Deltaafbrigðisins sem sé mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. „Þetta þýðir að í fyrsta sinn í þessum faraldri erum við í þeirri stöðu að veiran getur smitast í skólum og leikskólum og haldið faraldrinum lifandi, bara með því að börn smita hvert annað,“ sagði hann.

Samkvæmt tölum frá dönsku smitsjúkdómastofnuninni hafa 1.209 börn á aldrinum 0 til 9 ára greinst með veiruna síðustu sjö daga. Hjá 10 til 19 ára voru tilfellin 1.727. Í heildina greindust 7.151 smit þessa daga og þýðir þetta því að um 41% smita hafi verið hjá börnum og ungmennum upp í 19 ára aldur.

Andreasen sagði að það væri frekar nýtilkomið að börn smiti hvert annað. „Fram að þessu var þetta þannig að börn upp í 12 ára smituðu mun minna en fullorðnir,“ sagði hann og bætti við að þau hafi smitað um helmingi minna en fullorðnir.

Hann sagðist telja að smitum muni fjölga meðal skólabarna í haust og vetur. „Það getur verið erfitt að koma í veg fyrir smit meðal skólabarna því jafnvel þótt við herðum sóttvarnarreglur fyrir fullorðna þá geta skólabörn smitað hvert annað. Þannig var það ekki síðasta haust en þannig er staðan núna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir