fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Pressan

Verð á einbýlishúsum í Svíþjóð hefur tæplega tvöfaldast á tíu árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 13:00

Bjärred í Svíþjóð. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því árið 2011 hefur verðið á einbýlishúsum í ríkasta sænska sveitarfélaginu hækkað um 2.000 sænskar krónur á dag, alla daga í öll þessi ár. Ungir Svíar sem keyptu hús í þessum sveitarfélögum fyrir tíu árum gerðu því bestu kaup ævinnar. Þeir hafa hagnast meira á þessu en ef þeir hefðu menntað sig og síðan farið út á vinnumarkaðinn.

Þetta segir Karolina Ekholm, prófessor í þjóðarhagfræði, í athugasemd við nýjar tölur yfir þróun fasteignaverðs í Svíþjóð frá 2011. Samantektin er byggð á tölum frá samtökum fasteignasala. Samkvæmt þeim þá hefur meðalverð einbýlishúsa í landinu hækkað um tæplega 400 sænskar krónur á dag, hvern einasta dag síðustu 10 árin. Í vinsælustu sveitarfélögunum er hækkunin mun meiri.

Í Danderyd, sem er ríkasta sveitarfélag landsins, hafa einbýlishús að meðaltali hækkað um 2.000 sænskar krónur á dag síðustu 10 árin. Þetta þýðir að meðaltalshækkunin á hús er 7,4 milljónir sænskra króna en það svarar til um 108 milljóna íslenskra króna.

Danderyd er í námunda við Stokkhólm og eins og kemur kannski ekki mörgum á óvart þá hefur fasteignaverð hækkað mest í og nærri höfuðborginni. Í LidingöSolna og Sundbyberg hefur verið einbýlishúsa hækkað um að minnsta kosti 1.000 sænskar krónur á dag síðustu 10 árin.

Í heildina hefur fasteignaverð í Svíþjóð hækkað um 89% síðustu 10 árin en það er mikill munur á verði og hækkunum á milli sveitarfélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 3 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna