fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Hefndi sín hrottalega á klefafélaga sínum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 05:59

Shane Goldsby. Mynd:Washington Department of Corrections

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári afplánaði Shane Goldsby, 26 ára, dóm í Airway Heights Corrections Center austan við Seattle í Bandaríkjunum. Klefafélagi hans var hinn sjötugi Robert Munger sem var dæmdur í 43 ára fangelsi árið 2019 fyrir að hafa nauðgað barnungri systur Shane og fleiri börnum og fyrir vörslu barnakláms.

Svo undarlegt sem það nú er þá þótti fangelsisyfirvöldum ekkert athugavert við að setja þá saman í klefa þrátt fyrir að Robert hafi brotið hrottalega gegn systur Shane. Fox News skýrir frá þessu.

Robert Munger. Mynd:Washington Department of Corrections

Í tilkynningu sem Shane Goldsby sendi fjölmiðlum kemur fram að Robert Munger hafi lýst afbrotum sínum fyrir honum í smáatriðum. Segir Shane að hann hafi fyllst „ofsareiði“ við þetta og hafi ráðist á Robert. Bandarískir fjölmiðlar segja að hann hafi fengið 14 högg í andlitið og 4 spörk. Þetta lifði hann ekki af og nú hefur Shane verið dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að hafa myrt hann. Fyrir hafði hann hlotið dóm fyrir stuld á lögreglubifreið og fyrir að hafa sært hermann.

Fyrir dómi harmaði Shane það sem hann gerði og sagðist ekki geta ímyndað sér hvernig það væri að missa elskaðan ástvin á þennan hátt. „Ég bið eiginkonu hans afsökunar sem og alla fjölskyldu hans og vonast til að þau jafni sig á því sem ég á sök á,“ segir í yfirlýsingu frá honum.

Shane hafði kvartað yfir að þurfa að deila klefa með Robert en fangelsisyfirvöld höfðu engar áhyggjur af því og hafa vísað því á bug að þau hafi vitað um tengsl mannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins