fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist yfir gögn frá rannsóknarstofunni í Wuhan – Geta þau varpað ljósi á uppruna kórónuveirunnar?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 05:58

Veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið í Wuhan í Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist yfir óunnar upplýsingar um veirur sem voru rannsakaðar í rannsóknarstofu í Wuhan í Kína, þeirri sem sumir telja að kórónuveiran, sem herjar á heimsbyggðina, hafi sloppið út frá. Þessi gögn geta að sögn verið sannkölluð gullnáma hvað varðar leitina að uppruna veirunnar.

CNN skýrir frá þessu og segir að ofurtölvur séu nú að vinna úr gögnunum sem eru að sögn mjög mikil að umfangi.

Í upphafi heimsfaraldursins var kenningin um að veiran hefði sloppið út frá rannsóknarstofunni í Wuhan afgreidd sem samsæriskenning sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Á síðustu mánuðum hefur þó orðið breyting hér á innan bandaríska stjórnkerfisins og sífellt fleiri hafa viljað láta rannsaka hvort veiran hafi sloppið út frá rannsóknarstofunni fyrir mistök. Fyrr í sumar skýrði CNN frá því að embættismenn í ríkisstjórn Joe Biden, forseta, telji jafn miklar líkur á að veiran hafi sloppið úr rannsóknarstofunni og að hún hafi borist í fólk beint úr náttúrunni.

CNN segir að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi komist yfir „gríðarlegan lista“ óunninna gagna um veirur sem voru rannsakaðar í rannsóknarstofunni í Wuhan. Ekki er vitað hvernig leyniþjónustustofnanirnar fengu gögnin en heimildarmenn CNN segja að gögnin séu sett upp á sama hátt og venjulega er gert þegar gögn af þessu tagi eru geymd á netþjónum. Ef þau hafa verið geymd á netþjónum er hugsanlegt að þeim hafi verið stolið þaðan.

Bandarísk yfirvöld eru því hugsanlega með sannkallaða gullnámu í formi þessara gagna en hins vegar standa þau frammi fyrir tveimur vandamálum í tengslum við úrvinnslu þeirra. Annað er að það þarf gríðarlega öflugar tölvur til að vinna úr þeim og gera þær þannig úr garði að hægt sé að lesa úr þeim. Af þeim sökum er nú verið að nota ofurtölvur hjá orkumálaráðuneytinu við það. Hitt er að þeir vísindamenn sem koma að úrvinnslu gagnanna verða að vera með nægilega háa öryggisvottun til að fá aðgang að þeim og þeir verða einnig að geta lesið kínversku. Ekki eru margir sem falla í þennan flokk og það gerir verkefnið sérstaklega erfitt segja heimildarmenn CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“