fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Ætla að greiða íbúum í New York fyrir að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 09:00

Bólusett í New York. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef íbúar í New York borg láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni verða þeir verðlaunaðir fyrir það. Frá og með deginum í dag geta þeir valið um að fá 100 dollara í reiðufé, aðgang að Frelsisstyttunni eða ársmiða í leikhús. Þetta er liður í því að reyna að fá fleiri til að láta bólusetja sig svo hægt sé að vinna bug á heimsfaraldrinum.

Mjög hefur hægt á bólusetningum í Bandaríkjunum því margir vilja ekki láta bólusetja sig eða eru hikandi. Þetta hefur valdið því að smitum hefur farið fjölgandi að undanförnu sem og dauðsföllum af völdum COVID-19.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC segir að 49,2% landsmanna hafi lokið bólusetningu og að 56,9% hafi fengið að minnsta kosti einn skammt. En hlutfallið er mjög mismunandi á milli ríkja landsins. Almennt séð er þátttakan mest í ríku og þéttbýlu ríkjunum en í Suðurríkjum, íhaldssömum ríkjum og fátækari landbúnaðarríkjum hafa mun færri látið bólusetja sig. Í Vermont hafa 67,4% lokið bólusetningu en í Alabama og Mississippi er hlutfallið 34,1%.

Í New York borg hafa 56,7% íbúa lokið bólusetningu og nú vonast Bill de Blasio, borgarstjóri, til að hægt verði að fá enn fleiri til að láta bólusetja sig með því að lofa þeim fjárhagslegum ávinningi á móti. New York Times skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram