fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Handtekinn vegna skotárásar á tvö lítil sænsk börn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagskvöldið 17. júlí síðastliðinn voru tvö börn, fimm og sex ára systkin, skotin þegar þau voru að leik Flemingsberg í suðurhluta Stokkhólms. Þau særðust en ekki alvarlega. Á föstudaginn var 25 ára karlmaður handtekinn grunaður um tengsl við málið.

Expressen segir að þegar lögreglan hafi handtekið manninn á bensínstöð í suðurhluta Stokkhólms hafi hann reynt að flýja og hafi meðal annars reynt að aka lögreglumann niður. Hann er því einnig grunaður um morðtilraun og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Blaðið segir að maðurinn hafi áður komið við sögu lögreglunnar og hafi til dæmis verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán. Auk þess hefur hann hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot og hylmingu.

Fleiri hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á börnin en allir hinir handteknu tengjast svokölluðu Flemingsbergsnetverki. Öllum hefur þó verið sleppt nema fyrrnefnda manninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi en allir hafa enn stöðu grunaðra í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina