fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Handtekinn vegna skotárásar á tvö lítil sænsk börn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagskvöldið 17. júlí síðastliðinn voru tvö börn, fimm og sex ára systkin, skotin þegar þau voru að leik Flemingsberg í suðurhluta Stokkhólms. Þau særðust en ekki alvarlega. Á föstudaginn var 25 ára karlmaður handtekinn grunaður um tengsl við málið.

Expressen segir að þegar lögreglan hafi handtekið manninn á bensínstöð í suðurhluta Stokkhólms hafi hann reynt að flýja og hafi meðal annars reynt að aka lögreglumann niður. Hann er því einnig grunaður um morðtilraun og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Blaðið segir að maðurinn hafi áður komið við sögu lögreglunnar og hafi til dæmis verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán. Auk þess hefur hann hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot og hylmingu.

Fleiri hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á börnin en allir hinir handteknu tengjast svokölluðu Flemingsbergsnetverki. Öllum hefur þó verið sleppt nema fyrrnefnda manninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi en allir hafa enn stöðu grunaðra í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“