fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Þrír handteknir í Noregi og hald lagt á fjölda vopna – Taldir tengjast öfgahægrimönnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 06:26

Norskir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan handtók nýlega þrjá menn og lagði hald á fjölda skotvopna og mikið magn skotfæra. Mennirnir eru taldir tengjast samtökum öfgahægrimanna. Leyniþjónustan kemur að rannsókn málsins.

Norskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gær. Fram kemur að handtökurnar hafi verið gerðar eftir að vopn og skotfæri fundust heima hjá manni á fertugsaldri sem býr í Bodø.

Heima hjá honum fann lögreglan 6 vélbyssur, 10 riffla, 5 skammbyssur, skothylkjageyma, rúmlega 8.000 skot og fleira tengt skotvopnum. Vopnin eru að sögn gömul, sum frá síðari heimsstyrjöldinni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum kemur fram að mörg vopnanna hafi verið nothæf þrátt fyrir að vera ansi gömul. Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Norska ríkisútvarpið segir að málið tengist hópi fólks sem hefur keypt og selt ólögleg vopn og tengjast sumir úr þessum hópi samtökum öfgahægrimanna.

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins í margar vikur. Auk mannsins frá Bodø var karlmaður á fertugsaldri frá Lillestrøm úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og það sama gildir um karlmann á þrítugsaldri frá Hamar.

Lögreglan veit ekki í hvaða tilgangi átti að nota vopnin eða hvernig mennirnir komust yfir þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi