fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Janssen veitir hugsanlega minni vörn gegn Deltaafbrigðinu – Hugsanlega þarf annan skammt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 18:30

Bóluefni Johnson & Johnson er selt undir merkjum Janssen í Evrópu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefnið frá Johnson & Johnson (Janssen) virðist veita minni vörn gegn Deltaafbrigði kórónuveirunnar en gegn upphaflega afbrigði hennar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt í gær.

The New York Times skýrir frá þessu. Rannsóknin byggist á tilraunum með blóðprufur á tilraunastofu og verður því að hafa þann fyrirvara á henni að hún endurspegli ekki endilega virkni bóluefnisins í raunheimi.

En miðað við niðurstöðurnar þá bendir ýmislegt til að þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefninu frá Janssen verði að fá annan skammt af bóluefni en hingað til hefur verið gengið út frá því að einn skammtur af Janssen væri nóg til að fólk væri fullbólusett.

„Boðskapur okkar er ekki að fólk eigi ekki að láta bólusetja sig með bóluefninu frá Johnson & Johnson (Jansseninnsk. blaðamanns). En við vonum að framvegis verði íhugað að gefa því annan skammt af bóluefni frá Pfizer eða Moderna,“ er haft eftir Nathaniel Landau, veirufræðingi. Hann stýrði rannsókninni sem var gerð hjá New York University Grossman School of Medicine.

Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd eða birt í vísindariti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri