fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

TikTok-maðurinn verður áfram í gæsluvarðhaldi – Kallaði sig „Fljúgandi grísinn“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 05:59

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. maí síðastliðinn handtók lögreglan í Kaupmannahöfn 29 ára mann vegna gruns um sjö gróf kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir, gegn ungum stúlkum. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Á mánudaginn fór lögreglan fram á að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og varð dómarinn við því og úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. ágúst.  Maðurinn neitar sök í þeim málum sem eru til rannsóknar en málið hefur undið upp á sig síðan hann var handtekinn.

Lögreglan hefur nú fengið aðgang að stórum hópi á Facebook þar sem mörg hundruð ungar stúlkur og konur eru meðlimir. Þær hafa deilt upplýsingum um hræðilegt ofbeldi sem þær segja að TikTok-maðurinn hafi beitt þær.

Lögreglan hefur einnig verið í sambandi við stefnumótasíðuna „Sugardaters“ en þar var maðurinn skráður notandi undir nafninu „Fljúgandi grísinn“. Búið er að eyða aðgangi hans og ekki er hægt að sjá skilaboðin sem hann sendi nema í gegnum þau skilaboð sem konur, sem hann skrifaðist á við, eru með á sínum aðgöngum. Á þann hátt er hægt að endurskapa skilaboðin frá manninum.

Saksóknari skýrði frá því á mánudaginn að 15 ný mál á hendur manninum hafi nú verið send til rannsóknar hjá lögregluembættum víða um Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali