fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

TikTok-maðurinn verður áfram í gæsluvarðhaldi – Kallaði sig „Fljúgandi grísinn“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 05:59

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. maí síðastliðinn handtók lögreglan í Kaupmannahöfn 29 ára mann vegna gruns um sjö gróf kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir, gegn ungum stúlkum. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Á mánudaginn fór lögreglan fram á að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og varð dómarinn við því og úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. ágúst.  Maðurinn neitar sök í þeim málum sem eru til rannsóknar en málið hefur undið upp á sig síðan hann var handtekinn.

Lögreglan hefur nú fengið aðgang að stórum hópi á Facebook þar sem mörg hundruð ungar stúlkur og konur eru meðlimir. Þær hafa deilt upplýsingum um hræðilegt ofbeldi sem þær segja að TikTok-maðurinn hafi beitt þær.

Lögreglan hefur einnig verið í sambandi við stefnumótasíðuna „Sugardaters“ en þar var maðurinn skráður notandi undir nafninu „Fljúgandi grísinn“. Búið er að eyða aðgangi hans og ekki er hægt að sjá skilaboðin sem hann sendi nema í gegnum þau skilaboð sem konur, sem hann skrifaðist á við, eru með á sínum aðgöngum. Á þann hátt er hægt að endurskapa skilaboðin frá manninum.

Saksóknari skýrði frá því á mánudaginn að 15 ný mál á hendur manninum hafi nú verið send til rannsóknar hjá lögregluembættum víða um Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“