fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Villimannslegt svindl – Fólk hélt að það væri að fá bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 06:59

Eins og svo oft fór Trump með rangt mál. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Indverjar voru blekktir upp úr skónum í því sem óhætt er að segja að sé villimannslegt svindl. Fólkið hélt að það væri að kaupa sér bóluefni gegn COVID-19. Læknar og fleira heilbrigðisstarfsfólk hafa verið handtekin vegna málsins.

CNN segir að í Mumbai hafi að minnsta kosti 12 „bólusetningamiðstöðvum“ verið komið upp. Þar var tekið á móti fólki og það sprautað með því sem það hélt vera bóluefni gegn COVID-19. „Þeir notuðu saltvatn og sprautuðu því í fólk,“ sagði Vishal Thakur, talsmaður lögreglunnar í Mumbai.

Hann sagði að um 2.500 manns hafi verið sprautaðir með saltvatni og hafi samtals greitt svikahröppunum 28.000 dollara. „Við höfum handtekið lækna. Þeir notuðu sjúkrahús sem útbjó fölsuð bólusetningarvottorð,“ sagði Thakur.

Búið er að handtaka 14 vegna málsins en fólkið er grunað um svik, morðtilraunir, samsæri og fleira. Thakur sagði að búast megi við að fleiri verði handteknir eftir því sem rannsókn málsins miðar áfram.

Í júní tilkynnti ríkisstjórnin að hið opinbera myndi dreifa bóluefnum til ríkja landsins þeim að kostnaðarlausu. Nú hafa um 62 milljónir Indverja lokið bólusetningu en það eru um 4,5% þjóðarinnar.

Fyrrnefndar svikabólusetningar fóru fram síðla í maí og byrjun júní. Rannsókn hófst eftir að sum fórnarlömb svikahrappanna tilkynntu um málið til lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram