fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Þriðja daginn í röð féll hitametið í Lytton – 49,5 gráður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 05:47

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öflug hitabylgja herjar nú á norðvestanverða Ameríku og fara íbúar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og hluta af Kanada ekki varhluta af því. Í gær var kanadíska hitametið slegið í þriðja sinn á þremur dögum. Það féll í bænum Lytton sem kom einnig við sögu í metunum á sunnudaginn og mánudaginn.

Í gær mældist hitinn í bænum, sem er í Bresku Kólumbíu, 49,5 gráður og hefur aldrei mælst svo hár hiti í Kanada áður. CBC skýrir frá þessu. Á mánudaginn mældist hitinn þar 47,9 gráður og á sunnudaginn 46,6 gráður.

Að minnsta kosti 69 hafa látist í og við Vancouver af völdum hita að sögn lögreglunnar. Margir hinna látnu voru eldra fólk sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Í öðrum löggæsluumdæmum hafa einnig margir látist af völdum hitanna en engar opinberar tölur liggja fyrir enn sem komið er.

CBC segir að reiknað sé með áframhaldandi hitum næstu daga en þeir hafa orðið til þess að loka hefur þurft skólum og bólusetningamiðstöðvum.

Þessi hái hiti er tilkominn vegna þess að háþrýstisvæði hefur myndað einhverskonar lok yfir svæðinu sem er þekkt sem Pacific Northwest að sögn bandarísku veðurþjónustunnar NWS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks