fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Biden segir að Íran fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum á meðan hann er forseti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 16:00

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo lengi sem Joe Biden er forseti Bandaríkjanna mun Íran ekki fá að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Biden á mánudaginn þegar fundur hans og Reuven Rivlin, forseta Ísraels, var að hefjast.

Nú standa yfir viðræður á milli Bandaríkjanna, Íran og fleiri ríkja um kjarnorkusamninginn við Íran en Biden hefur lýst sig reiðubúinn til að koma Bandaríkjunum aftur inn í samninginn en Donald Trump, forveri hans í Hvíta húsinu, sagði Bandaríkin frá samningnum.

Biden sagði að skuldbindingar hans við Ísrael væru miklar og hann væri staðfastur í að standa við þær. „Ég get sagt ykkur að Íran mun ekki eignast kjarnorkuvopn á meðan ég er forseti,“ sagði hann.

Forsetarnir ræddu um málefni Íran og eftirmála átakanna á milli Palestínumanna og Ísraels. Biden lagði áherslu á að hann sé hlynntur því að samband Ísraels og múslímaríkja verði bætt. Hann hét því einnig að tryggja að Ísraelsmenn fái það sem þeir þurfa til að geta starfrækt Iron Dome eldflaugavarnarkerfi sitt en það var mikið notað í átökunum við Hamas í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn