fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Ísraelska ríkisstjórnin hefur áhyggjur af kjarnorkusamningnum við Íran

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 18:00

Samningahópurinn sem gerði upphaflega samninginn um kjarnorkumál Íran. Mynd; Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelska ríkisstjórnin hefur áhyggjur af hugsanlegri endurlífgun kjarnorkusamningsins við Íran en Bandaríkin vinna nú að því að endurvekja samninginn sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá.

Á sunnudaginn fundaði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með Yair Lapid, utanríkisráðherra Ísrael og ræddu þeir samninginn.

Fyrir fundinn sagði Lapid að Ísrael hafi ákveðna og alvarlega fyrirvara við samninginn. Hann kveður á um að Íranir dragi mjög úr auðgun úrans gegn því að slakað verði á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn landinu.

Þegar Trump dró Bandaríkin út úr samningnum brugðust Íranar við með því að auka auðgun úrans.

Blinken lofaði Lapid að Bandaríkin muni verða í nánu sambandi við Ísrael á meðan á samningaviðræðunum stendur en þær fara fram í Vín í Austurríki.

Fundur utanríkisráðherranna fór fram í Róm á Ítalíu en þetta var fyrsti fundur þeirra síðan ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael fyrir tveimur vikum.

Auk kjarnorkumála ræddu ráðherrarnir um mannúðaraðstoð við íbúa á Gasa. Staða austurhluta Jerúsalem var einnig rædd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída