fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Alríkisdómari gagnrýnir Repúblikana harðlega – „Ég veit einfaldlega ekki á hvaða plánetu þetta fólk er“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 05:53

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski alríkisdómarinn Royce Lamberth gagnrýndi á miðvikudaginn stjórnmálamenn úr röðum Repúblikana harðlega fyrir að gera lítið úr árásinni á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Gagnrýnina setti hann fram þegar hann dæmdi konu í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í árásinni.

„Ég veit einfaldlega ekki á hvaða plánetu þetta fólk er,“ sagði hann er hann kvað dóminn upp. Mörg hundruð stuðningsmenn Donald Trump, þáverandi forseta, réðust á þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joe Biden í forsetakosningunum. Fimm létust í átökunum, þar á meðal einn lögreglumaður, og tæplega 500 voru handteknir.

„Ég hef sérstaklega miklar áhyggjur af ummælum nokkurra þingmanna um að 6. janúar hafi bara verið dagur þar sem ferðamenn gengu í gegnum þinghúsið,“ sagði Lamberth.

Lamberth var á sínum tíma tilnefndur í embætti alríkisdómara af Ronald Reagan, Repúblikana og þáverandi forseta. Lamberth sagði að milljónir manna hafi séð þetta „hneyksli“. „Tilraunir nokkurra þingmanna til að endurskrifa söguna og segja að þetta hafi bara verið nokkrir ferðamenn að ganga í gengum þinghúsið er rugl. Það var ekki óhapp að þetta varð svona ofbeldisfullt,“ sagði hann um árásina. Hann nefndi engin nöfn en í maí líkti Andrew Clyde, Repúblikani, árásina við „venjulega heimsókn ferðamanna“.

Lamberth setti gagnrýnina fram þegar hann kvað upp dóm yfir Anna MorganLloyd, 49 ára, fyrir aðild hennar að árásinni. Hún var fyrst af þeim 500 sem hafa verið ákærðir fyrir árásina til að hljóta dóm. Hún játaði sök og var dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri