fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 05:59

Kjallari. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl á síðasta ári voru norskir lögreglumenn að rannsaka mál sem var nefnt „Aðgerð Thompson“ en það snerist um sölu og dreifingu á fíkniefnum. Þeir sáu að maðurinn afhenti öðrum manni fíkniefni. Þeir fylgdu honum því næst eftir og handtóku hann áður en hann komst heim til sín í Toten. Því næst lá leiðin heim til hans þar sem lögreglan gerði húsleit. Það sem fannst í kjallaranum getur kostað manninn 21 ár í fangelsi.

Í kjallaranum var amfetamínverksmiðja og telur lögreglan að þar hafi mikið magn amfetamíns verið framleitt eða 143,8 kíló. Söluverð þess magns er á milli 28 og 57 milljónir norskra króna miðað við verð á amfetamíni í Osló 2018. Lögreglan telur að amfetamínið hafi verið selt innanlands. TV2 skýrir frá þessu.

Hluti þess sem fannst í kjallaranum. Mynd:Kripos

Ákæra á hendur manninum verður tekin fyrir hjá undirrétti í Osló þann 25. ágúst næstkomandi. Hann á allt að 21 árs fangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn.

Lögreglan telur að framleiðslan í kjallaranum hafi verið hluti af starfsemi skipulagðra glæpasamtaka en í heildina hafa 11 stöðu grunaðs í „Aðgerð Thompson“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Í gær

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“