fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 18:00

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá fyrr í dag þá fékk bandaríska dómsmálaráðuneytið gögn frá Apple og öðru ótilgreindu fyrirtæki um símanotkun að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrata frá 2017 til 2021. Þetta gerðist í stjórnartíð Donald Trump. Þetta þykir mikið hneyksli í Bandaríkjunum og hafa Demókratar líkt málinu við Watergatehneykslið sem varð Richard Nixon að falli. Nú hefur málið undið enn frekar upp á sig því nú hefur verið skýrt frá því að stjórn Trump hafi einnig aflað gagna um símanotkun Don McGahn og eiginkonu hans en McGahn er lögmaður og var ráðgjafi stjórnar Trump.

Áður hafði komið fram að dómsmálaráðuneytið hafði fengið upplýsingar um símanotkun Adam Schiff og Eric Swalwee sem eru þingmenn Demókrata og fulltrúar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar.

Samkvæmt fréttum CNN og New York Times þá fékk McGahn þær upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu í síðasta mánuði að dómsmálaráðuneytið hafi stefnt Apple fyrir þremur árum og krafist upplýsinga um símanotkun hans og eiginkonu hans. Ekki er vitað hvað ráðuneytið ætlaði að gera með þessar upplýsingar.

Fram hefur komið að markmiðið með að fá upplýsingar um símanotkun Demókratanna hafi verið að komast að hvort þeir hafi lekið upplýsingum um meint tengsl kosningaframboðs Trump við Rússa. McGahn kom að vinnu í tengslum við ásakanirnar um tengslin við Rússa.

Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að dómsmálaráðuneytið afli gagna um símanotkun fólks í tengslum við rannsóknir mála en að slíkra gagna sé aflað um þingmenn og lögmenn stjórnarinnar er ákaflega sjaldgæft.

Afhjúpanirnar vekja upp spurningar um hversu langt stjórn Trump var reiðubúin til að ganga til að komast til botns í þeim upplýsingalekum sem settu mark sitt á stóran hluta embættistíðar Trump.

Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, bað í gær John Demers yfirmann þjóðaröryggisdeildar dómsmálaráðuneytisins um að bera vitni við rannsókn öldungadeildarinnar á málinu.  Ef Demers verður ekki við þessari ósk hyggst Schumer stefna honum fyrir rannsóknarnefndina. Hann segir að nauðsynlegt sé að Demers beri vitni sem og Bill Barr og Jeff Sessions, sem voru dómsmálaráðherrar í valdatíð Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð