fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur maður er grunaður um að hafa myrt konu í Hellerud í Osló í gær. Upp komst um morðið fyrir tilviljun þegar maðurinn lenti í árekstri. Hann er einnig grunaður um morðtilraun í tengslum við áreksturinn.

Hin látna fannst klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglan bar kennsl á hana síðdegis í gær og tilkynnti ættingjum hennar um andlátið.

Lögreglunni var tilkynnt um umferðaróhapp á veginum á milli Morskogen og Espa um klukkan sex í gærmorgun. Þar var bíl ekið á röngum vegarhelmingi og framan á annan. Mikið eignatjón varð en meiðsli voru minniháttar. Talsmaður lögreglunnar segir að á slysstað hafi lögreglan fengið upplýsingar sem leiddu til þess að lík konunnar fannst í húsi í Hellerud. Hann vildi ekki skýra frá hvers eðlis þessar upplýsingar voru.

Lögreglan grunar manninn einnig um morðtilraun í tengslum við áreksturinn, það er að hann hafi vísvitandi ekið á hinn bílinn. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglunnar. Tengsl voru á milli hans og hinnar látnu en lögreglan vildi ekki skýra frá hver þau voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum