fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Reiknaði ekki með þessu frá lögreglunni þegar hann birti mynd af osti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 06:00

Myndin sem varð Stewart að falli. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var Carl Stewart, 39 ára, dæmdur í 13 ára fangelsi af dómara í Liverpool á Englandi. Stewart viðurkenndi að hafa smyglað kókaíni, heróíni, MDMA og ketamíni og að hafa tekið þátt í peningaþvætti. Það var ást hans á mygluosti sem varð honum að falli.

The Guardian skýrir frá þessu. Stewart birti mynd af mygluosti á dulkóðaða samskiptaforritinu EncroChat og kom þar með sjálfum sér í vanda. Á myndinni hélt hann á Mature Blue Stilton frá Marks & Spencer og virðist sem myndin hafi verið tekin í verslun.

Carl Stewart. Mynd:Lögreglan

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn á fingraförum og lófanum á myndinni hafi sannað að það var Stewart sem hélt á ostinum. Í tilkynningunni er haft eftir Lee Wilkinson, lögreglumanni, að Stewart hafi verið umsvifamikill í sölu fíkniefna og að það hafi verið ást hans á Stilton osti sem kom upp um hann eftir að hann birti mynd á EncroChat þar sem hann hélt á osti. „Lófi hans og fingraför voru rannsökuð út frá þessari mynd og þá kom í ljós að þetta var Stewart,“ er haft eftir Wilkinson.

Stewart notaði EncroChat til að selja mikið magn fíkniefna en hann gekk undir nafninu „Toffeforce“. Sky News segir að um 60.000 manns um allan heim noti samskiptaforritið en það er þekkt fyrir að þar fer fram sala fíkniefna og einnig er hægt að komast í samband við leigumorðingja í gegnum það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda