fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ný bók varpar ljósi á álit Obama á Trump – „Kynþáttahatari, klikkhaus og spilltur andskoti“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 06:00

Mynd Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan Donald Trump sat í Hvíta húsinu gætti Barack Obama, forveri hans, sín á að skipta sér ekki af málum tengdum Trump og embættisfærslum hans. En í kosningabaráttunni á síðasta ári var Obama greinilega búinn að fá nóg og hann gat ekki lengur haldið skoðunum sínum á Trump fyrir sig sjálfan.

Þetta er að minnsta kosti staðhæft í nýrri bók, „Battle for the Soul: Inside the Democrats‘ Campaigns to Defeat Donald Trump“ eftir blaðamanninn Edward-Isaac Dovere. The Guardian hefur fengið útdrátt úr bókinni. Dovere hefur fylgst náið með Demókrataflokknum síðustu 15 árin og þekkir því vel til mála þar á bæ.

Í bókinni heldur hann því fram að Obama hafi ekki skafið utan af því þegar hann lýsti eftirmanni sínum fyrir ráðgjöfum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Hann er meðal annars sagður hafa sagt Trump vera „Kynþáttahatara, klikkhaus og spilltan andskota“.

Samband Obama og Trump hefur verið stirt síðan Trump gerðist sjálfskipaður talsmaður samsæriskenningar um að Obama sé ekki fæddur í Bandaríkjunum og því í raun ekki kjörgengur sem forseti landsins. Dovere segir að Obama hafi þó frekar viljað fá Trump í Hvíta húsið en Ted Cruz sem barðist við Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. En eftir því sem á leið og Trump fór að koma stefnumálum sínum í framkvæmd jukust áhyggjur Obama. „Ég hélt að þetta gæti ekki farið svona illa,“ er meðal þess sem hann er sagður hafa sagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“