fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Týndist fyrir sex mánuðum – Fannst á lífi nýlega – Lifði á grasi og mosa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 06:57

Tjaldið sem konan hafðist við í.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. nóvember hvarf 47 ára kona í Diamond Fork í Utah í Bandaríkjunum. Þjóðgarðsvörður fann bíl hennar í þjóðgarðinum og byrjaði að leita að konunni til að segja henni að þjóðgarðurinn væri lokaður. En hann fann hana ekki og því hófst umfangsmikil leit að henni úr lofti og á landi en hún skilaði engum árangri.

Á næstu mánuðum var leitað að henni öðru hvoru en það var ekki fyrr en um síðustu helgi sem hún fannst. Þá fór hópur til leitar á svæðinu. Í fjalllendi í þjóðgarðinum fundu leitarmennirnir tjald og í því var konan, heil á húfi en veikburða og horuð. The Sun skýrir frá þessu.

Hún var með lítilræði af mat hjá sér en hafði að eigin sögn lifað á grasi og mosa síðustu mánuði. Vatn hafði hún drukkið úr nærliggjandi á. Að auki höfðu göngumenn gefið henni eitt og annað.

Lögreglan segir að konan hafi verið flutt á sjúkrahús og að hún hafi sjálf ákveðið að dvelja í þjóðgarðinum og hafi því ekki verið týnd. Hún hafi í raun ekki gert neitt ólöglegt og ekki sé útilokað að hún ákveði að dvelja í þjóðgarðinum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar