fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dæmd í fangelsi fyrir að myrða vinkonu sína sem vildi ekki stunda kynlíf með henni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 22:00

Gordon til hægri og Netts til vinstri. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareeca Gordon var nýlega dæmd í 23 og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa myrt vinkonu sína, Phoenix Netts, í íbúð þeirra í Birmingham á Englandi í apríl á síðasta ári. Gordon stakk Netts fjórum sinnum og sagaði lík hennar síðan í sundur.

Tilviljun varð til þess að upp komst um hana mánuði síðar. Hún var þá handtekin nærri námu en þá var hún með tvær ferðatöskur meðferðis með líkamsleifum Netts í.

Gordon játaði sök. Hún hafði sent ítrekuð skilaboð til fjölskyldu Netts til að reyna að sannfæra hana um að hún væri enn á lífi og væri flutt til Lundúna. Saksóknari sagði að Netts hefði sagt vinkonu sinni í febrúar að Gordon hefði krafist þess að þær stunduðu kynlíf saman og hafi orðið illskeytt þegar Netts hafnaði því. Sky News skýrir frá þessu.

Upp komst um Gordon þegar lögreglunni var tilkynnt um bíl á ferð nærri námu í Coleford. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Gordon fundu þeir tvær ferðatöskur með líkamsleifum Netts. Hún hafði reynt að brenna líkamshlutana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol