fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Vara við ógn sem stafar af Kína og Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. maí 2021 17:00

Höfuðstöðvar MI6 í Lundúnum. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturlönd verða að bregðast skjótt við ef Kínverjar eiga ekki að ná heimsyfirráðum og stjórna heiminum á tímum þar sem hátækni verður sífellt mikilvægari til að stýra heiminum. Þetta segja bresku leyniþjónusturnar MI6MI5 og GCHQ en þær hafa lengi haft áhyggjur af umsvifum og framferði Kínverja og Rússa.

The Times segir að Jeremy Fleming, yfirmaður GCHQ, hafi nýlega flutt ræðu á árlegri öryggisráðstefnu Imperial College. Í ræðu sinni kom hann skýrt á framfæri að Bretar verði að taka þá ógn sem stafar af Kína og Rússlandi á netinu alvarlega og að tækniþróun skipti sköpum um öryggi og velmegun Breta. Hann sagði að ógnin sem stafar af óvinveittum ríkjum fari sífell vaxandi.

Fyrr á árinu sagði breska ríkisstjórnin að Kína og Rússland væru óvinveitt ríki sem þurfi að halda aftur af. Ríkisstjórn Boris Johnson hefur lagt fram 10 ára áætlun um eflingu breska hersins, bæði hefðbundins herafla en ekki síður á tæknilega sviðinu og leyniþjónustusviðinu. Þetta á að gerast með náinni samvinnu leyniþjónustustofnanna þriggja, sem eru nefndar hér að ofan, og hersins.

„Netöryggi verður sífellt mikilvægara. Ef við gerum ekkert er ljóst að sú tækni, sem við munum treysta á í framtíðinni fyrir öryggi okkar og velmegun, verður ekki búin til og stýrt af Vesturlöndum,“ sagði Jeremy Fleming á fyrrnefndum fundi. Hann nefndi sérstaklega þróun skammtatölva og dulkóðunar til að tryggja öryggi Vesturlanda gagnvart tækniþróun Kínverja sem er mjög hröð.

Bæði MI5, sem sér um leyniþjónustustarfsemi innanlands, og MI6, sem sér um leyniþjónustustarfsemi erlendis, hafa að undanförnu haft uppi svipuð varnaðarorð og Fleming og hvatt til þess að tæknilegri uppbyggingu verði hraðað svo hægt sé að mæta þeim ógnum sem stafa af Kína og Rússlandi.

Af hálfu Rússa eru það innbrot í netkerfi og tölvur mikilvægra stofnana sem hafa vakið áhyggjur. Það sama á við um Kínverja en þar er vandinn einnig sá að Kínverjar þróa mikið af tækni sem við notum flest öll daglega.

Financial Times segir að Kínverjar hafi lagt til róttækar breytingar á uppbyggingu Internetsins og styðja Rússland og Sádi-Arabía þessar hugmyndir. Að mati gagnrýnenda myndu þessar breytingar hafa í för með sér að yfirvöld geti stýrt netnotkun almennings.

Ken McCallum, yfirmaður MI5, varaði á síðast ári við hættunni sem stafi af Kína og sagði Kínverja vera meiri ógn við breska hagsmuni en Rússar. Í síðustu viku birti MI5 tölur sem sýna að reynt hafi verið að fá rúmlega 10.000 breska embættismenn eða fólk frá öðrum ríkjum, sem hefur aðgang að leynilegum upplýsingum, til liðs við óvinveitt ríki. Kínverjar eru sagðir vera virkastir á þessu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn