fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Þetta eru helstu sigurvegarar Óskarsverðlaunahátíðarinnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 04:16

Chloe Zhao leikstjóri Nomadland. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin voru afhent í gærkvöldi að bandarískum tíma en eflaust höfðu margir beðið spenntir eftir afhendingu þessara helstu verðlauna kvikmyndaiðnaðarins. Hér verður stiklað á stóru yfir helstu vinningshafa kvöldsins.

Nomadland var valinn besta kvikmyndin og Chloé Zhao, sem leikstýrði myndinni, var valin besti leikstjórinn. Frances McDormand var valin besta leikkona í aðalhlutverki en hún lék einmitt aðalhlutverkið í Nomadland.

Anthony Hopkins var valinn besti karlleikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Father.

Youn Yuh-jung var valin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir Minari og Daniel Kaluuya var valinn besti karlleikarinn í aukahlutverki fyrir Judas an the Black Messiah.

Danska kvikmyndin Druk var valin besta erlenda kvikmyndin.

Thomas Vinterberg leikstýrði Druk. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Handritið að Promising Young Woman þótti það besta. Sound of Metal þótti best klippta kvikmyndin og hún fékk einnig verðlaun fyrir besta hljóðið.

Kvikmyndatakan í Mank þótti sú besta.

Soul þótti besta teiknimyndin og besta stuttteiknimyndin þótti vera If Anything Happens I Love You.

My Octopus Teacher var valin besta heimildarmyndin.

Ma Rainey‘s Black Bottom fékk verðlaun fyrir bestu búningana og bestu förðunina og hárgreiðslu.

Tenet fékk verðlaun fyrir bestu tæknibrellurnar.

Besta lagið í kvikmynd var valið Fight for You úr Judas and the Black Messiah og því fékk Húsavík engin verðlaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin