fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Sveik Harry prins heitkonu sína? – Málshöfðun og kröfugerð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 05:31

Harry prins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins, eða kannski ekki prins eftir síðustu vendingarnar innan bresku konungsfjölskyldunnar, yfirgefur Meghan Markle til að kvænast indverskum lögfræðingi. Þetta hljómar nú eitthvað undarlega en er það ekki í augum indverska lögfræðingsins, Palwinder Kaur. Hún var svo sannfærð um að hún ætti að verða ný eiginkona Harry að hún höfðaði mál á hendur honum fyrir svik.

Business Insider og Page Six skýra frá þessu. Fram kemur að Kaur hafi höfðað mál á hendur Harry fyrir að hafa svikið loforð um að kvænast henni. Hún sagði að prinsinn hefði haft samband við hana í gegnum samfélagsmiðla og sagt henni að hann vildi kvænast henni. Greinilegt er að ekkert varð af því þar sem Harry er kvæntur Meghan Markel og býr með henni og syni þeirra í Bandaríkjunum.

Kaur krafðist þess að Haryana High Court myndi gefa út handtökuskipun á hendur Harry svo þau gætu „gengið í hjónaband án frekari tafa“. Hún sagðist einnig hafa sent föður Harry, Karli prins, skilaboð um að Harry væri trúlofaður henni.

Dómari hafnaði málaumleitan Kaur og sagði málatilbúnað hennar „ekkert nema dagdrauma um að giftast Harry“. Dómarinn sagði einnig að allur málatilbúnaður Kaur og skjalagerð hafi verið í ólagi og uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar séu. Að auki benti dómarinn á að „Harry prins“ hafi sent henni skilaboðin frá netkaffihúsi í þorpi í norðurhluta Punjab á Indlandi. Hér hafi því verið um svikahrapp að ræða sem hafi veitt Kaur í net sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma