fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 07:45

Stóllinn dýri. Mynd:Bruun Rasmussen Auktioner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er greinilega mikill áhugi á gömlum kínverskum stólum ef marka má niðurstöðu uppboðs hjá danska uppboðsfyrirtækinu Brunn Rasmussen í vikunni. Þá seldist kínverskur stóll á 1,7 milljónir danskra króna, það svarar til um 35 milljóna íslenskra króna. Reiknað hafði verið með að fyrir stólinn myndu fást 15-20.000 danskar krónur, 300.000 til 400.000 íslenskar krónur.

Stóllinn er útskorinn og er frá tíma Qingættarinnar sem réði ríkjum í Kína frá 1644 til 1912.  Talið er að stóllinn sé frá nítjándu öld. Hann var seldur á netuppboði sem lauk á mánudaginn. Um klukkan 21.30 vonuðust áhugasamir kaupendur eflaust eftir því að fá stólinn fyrir lítið en þá stóð hæsta boð í 11.000 dönskum krónum. En þá komst gangur í hlutina. Klukkan 21.43 var hæsta boðið 100.000 krónur og tveimur mínútum síðar 200.000 krónur. Næstu tíu mínútur var hörð barátta um stólinn og lauk henni klukkan 22 þegar hann var sleginn hæstbjóðanda á 1,7 milljónir danskra króna.  Við þess upphæð bætist þóknun upp á 25% til uppboðshússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu 60 sm rottu „næstum á stærð við lítinn kött“ á heimilinu – „Vaxandi vandamál“

Fundu 60 sm rottu „næstum á stærð við lítinn kött“ á heimilinu – „Vaxandi vandamál“
Pressan
Í gær

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum