fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Samningur Kína og Íran léttir þrýstingi af Íran

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 08:00

Íran og Kína ætla að auka samvinnu sína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku skrifuðu Kína og Íran undir samning um 25 ára samstarf á sviði stjórnmála og efnahagslífs og fór undirritunin fram í beinni sjónvarpsútsendingu. En hinn endanlegi samningur hefur ekki enn verið gerður opinber. Þrátt fyrir það voru ráðamenn í Teheran ánægðir með samninginn og sögðu hann hraða minnkandi áhrifum Bandaríkjamanna í heimshlutanum.

Fréttir af samningnum berast á sama tíma og Bandaríkin og Íran reyna nú að komast að samkomulagi um að hefja viðræður á nýjan leik um kjarnorkumál Íran. Samningurinn við Kína styrkir ekki stöðu Íran í þeim viðræðum en veitir landinu smávegis andrými á pólitíska sviðinu og færir landinu þá tilfinningu að það sé ekki eins einangrað á alþjóðavettvangi.

New York Times hefur eftir sérfræðingi að samningurinn líkist að mestu samningi sem uppkasti að var lekið fyrir tveimur árum. Samkvæmt honum munu Kínverjar fjárfesta fyrir sem svarar til um 50.000 milljarða íslenskra króna í kjarnorku, höfnum og járnbrautum í Íran á samningstímanum. Á móti mun Íran selja Kínverjum olíu á mun lægra verði en fæst á heimsmarkaði. Löndin ætla einnig að auka hernaðarsamstarf sitt.

Hernaðarsamstarfið hefur hringt viðvörunarbjöllum á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum segja íhaldssamir fréttaskýrendur að hér hafi myndast ný blokk sem beinst gegn Bandaríkjunum og sjá þeir samninginn sem merki um aukin áhrif Kína í Miðausturlöndum og fyrirætlana um að takast á við Bandaríkin á alþjóðavettvangi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum