fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Hætta tilraunum á börnum með bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 07:00

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Oxfordháskóla og hjá lyfjafyrirtækinu AstraZeneca hafa gert tímabundið hlé á tilraunum á börnum með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Beðið er eftir upplýsingum frá Evrópsku lyfjastofnuninni EMA áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir talsmanni háskólans en vísindamenn við hann þróuðu bóluefnið í samstarfi við vísindamenn hjá AstraZeneca. Tilraunir hafa staðið yfir með bólusetningar á breskum börnum að undanförnu. Talsmaðurinn sagði að „engar áhyggjur“ væru uppi um öryggið í rannsókninni.

EMA er að rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefnisins og blóðtappa hjá fólki en nokkrir hafa látist eftir að hafa verið bólusettir með bóluefni AstraZeneca.

Oxfordháskóli tilkynnti í febrúar að tilraunir myndu hefjast í febrúar á 300 börnum sem myndu fá bóluefnið. En nú hefur hlé verið gert á þessum tilraunum á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum frá EMA.

Ekki hefur verið sýnt fram á bein tengsl á milli bóluefnisins og blóðtappa en í gær sagði yfirmaður hjá EMA að tengsl væru þar á milli. Stofnunin dró í land í gærkvöldi og sagði að enn hefði ekkert verið staðfest í þeim efnum og að málið væri enn í rannsókn. Reiknað er með að EMA sendi frá sér tilkynningu í dag eða á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ