fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Breska afbrigði kórónuveirunnar er mun hættulegra en upphaflega veiran

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru 2,6 sinnum meiri líkur á að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús ef það smitast af breska afbrigði kórónuveirunnar, B117 afbrigðinu, en ef það smitast af upprunalegu veirunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar norska landlæknisembættisins, FHI.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Vitað var að breska afbrigðið er meira smitandi en upprunalega veiran og hefur breska afbrigðið víða náð yfirtökunum í faraldrinum, til dæmis í Noregi og Danmörku.

Line Vold, deildarstjóri hjá FHI, sagði að fólk, sem er smitað af breska afbrigðinu, sé 2,6 sinnum líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna COVID-19 veikinda. Norska rannsóknin sýnir einnig að breska afbrigðið getur valdið alvarlegum veikindum hjá fólki yngra en 40 ára.

„Hættan er enn lítil í yngstu aldurshópunum en eykst nokkuð frá tvítugu og upp úr. Við höfum það mikið af gögnum um það að við getum ályktað það,“ sagði Vold.

Í byrjun mars voru rúmlega 70% allra smita í Noregi af völdum breska afbrigðisins en það uppgötvaðist fyrst í Bretlandi í september. Almennt eru sérfræðingar sammála um að afbrigðið sé mun meira smitandi en upphaflega veiran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn