fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Breska afbrigði kórónuveirunnar er mun hættulegra en upphaflega veiran

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru 2,6 sinnum meiri líkur á að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús ef það smitast af breska afbrigði kórónuveirunnar, B117 afbrigðinu, en ef það smitast af upprunalegu veirunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar norska landlæknisembættisins, FHI.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Vitað var að breska afbrigðið er meira smitandi en upprunalega veiran og hefur breska afbrigðið víða náð yfirtökunum í faraldrinum, til dæmis í Noregi og Danmörku.

Line Vold, deildarstjóri hjá FHI, sagði að fólk, sem er smitað af breska afbrigðinu, sé 2,6 sinnum líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna COVID-19 veikinda. Norska rannsóknin sýnir einnig að breska afbrigðið getur valdið alvarlegum veikindum hjá fólki yngra en 40 ára.

„Hættan er enn lítil í yngstu aldurshópunum en eykst nokkuð frá tvítugu og upp úr. Við höfum það mikið af gögnum um það að við getum ályktað það,“ sagði Vold.

Í byrjun mars voru rúmlega 70% allra smita í Noregi af völdum breska afbrigðisins en það uppgötvaðist fyrst í Bretlandi í september. Almennt eru sérfræðingar sammála um að afbrigðið sé mun meira smitandi en upphaflega veiran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
Pressan
Í gær

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp